Lögreglan lýsir eftir Jóni Skúla

Ljósmynd/Lögreglan

UPPFÆRT
Jón Skúli er fundinn og þakkar lögreglan á Suðurlandi, almenningi fyrir veitta aðstoð.

—-

Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Jóni Skúla Traustasyni, 40 ára. Síðast er vitað um ferðir hans á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið þriðjudagskvöld.

Jón Skúli er u.þ.b. ca 1,75 m á hæð með dökkt axlarsítt hár. Líklega er Jón Skúli klæddur í dökkan fatnað.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Jóns Skúla eða vita hvar hann er niðurkominn, eða hafa orðið varið við bifreið hans, sem er ljós grár Volkswagen Golf 2013 árgerð, með skráningarnúmerið BF-V25, hafi samband við lögreglu í síma 112.

Fyrri greinGlaðbeittir hlauparar í Flóahlaupinu
Næsta greinFögnuðu góðri vinnu í Tungu- og Tumastaðaskógi