Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni, 16 ára, sem hvarf frá Hamarskoti í Flóahreppi aðfaranótt fimmtudagsins 29. september sl.

Ingólfur Snær er 175 sentimetrar á hæð, 80 kíló að þyngd, feitlaginn með stutt ljósskollitað hár. Engar upplýsingar eru um klæðnað hans.

Þeir sem vita hvar Ingólfur Snær heldur sig eða vita að öðru leyti um ferðir hans eru beðnir að láta lögregluna á Selfossi vita í síma 480 1010.