Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Viðarssyni en síðast sást til hans 25. september.

Ingólfur er 16 ára, ekki er vitað hvernig hann er klæddur.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ingólfs eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.