Lögreglan lýsir eftir Gunnari

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Gunnari Guðnasyni, 83 ára. Gunnar fór frá heimili sínu að Grænumörk 2 á Selfossi rétt fyrir klukkan 13 í dag.

Gunnar er 170 cm á hæð klæddur í dökkbláa flíspeysu, svartar buxur og með bláa derhúfu. Hann notast við göngustafi og gengur hægt.

Björgunarfélag Árborgar og sveitir víðar af Suðurlandi, ásamt leitarhundum, voru kallaðar út til leitar að Gunnari um kl. 17 í dag og stendur hún enn yfir.

Þeir sem geta gefið einhverjar upplýsingar um ferðir Gunnars eru beðnir um að hringja í lögregluna á Selfossi í síma 480 1010 eða 112.

UPPFÆRT KL. 20:21

Fyrri greinFjóla bætti gulli í safnið
Næsta greinYoffe með þrennu í tapleik