Lögreglan leitar vitna

Lögreglan á Selfossi leitar að vitnum vegna líkamsárásar utan við skemmtistaðinn 800 Bar á Selfossi um kl. 03:30 aðfaranótt sl. sunnudags.

Árásin átti sér stað með þeim hætti að árásarþolinn var nýkominn út af skemmtistaðnum þegar tveir menn komu að honum og reyndu að æsa hann upp.
Maðurinn bað þá hætta en þeir brugðust við með því að slá árásarþolann mörg högg í andlitið.

Lögreglan biður þá sem hugsanlega hafa orðið vitni árásinni að hafa samband í síma 480 1010.