Lögreglan leitar að vitni

Lögreglan á Selfossi leitar vitnis sem mánudaginn 9. september síðastliðinn varð vitni að því er svartri Range Rover bifreið var ekið á hvíta Toyota Rav bifreið á bifreiðastæði við Bónus á Selfossi.

Áreksturinn átti sér stað á milli klukkan 17:00 og 17:30. Vitnið að árekstrinum tók niður upplýsingar um bifreiðina sem olli árekstrinum og skráningarnúmer og afhenti starfsmanni Bónus þær upplýsingar.

Ökumaður Range Roversins hefur ekki orðið var við áreksturinn því hann fór af staðnum án þess að gera vart við sig.

Lögreglan biður vitnið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010.

Fyrri greinSigurður Már ráðinn upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar
Næsta greinSafnað í Selfosskirkju allan október