Lögreglan leitar að Yaris

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir bifreiðinni AU-764 sem er Toyota Yaris árgerð 2007, hvít að lit.

Bifreiðinni var stolið úr bílageymslu fjölbýlishúss við Fossveg 4 á Selfossi einhverntíman á tímabilinu frá 18. febrúar kl. 15:00 til 20. febrúar kl.11:45.

Þeim sem kunna að verða varir við bifreiðina er vinsamlegast bent á að hafa samband við Lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.