Lögreglan leitar að ökumönnum

Á milli klukkan 12 og 13 í gær var ekið utan í ljósbrúna Honda Civic fólksbifreið þar sem hún stóð á bifreiðastæði utan við Krónuna á Selfossi.

Bifreiðin var framan við húsið austan megin við innganginn. Djúpar rispur voru á vinstri framstuðara og –bretti.

Fimmtudaginn 8. desember sl. á milli klukkan 19 og 20 var ekið utan í bláa Ford Expedition fólksbifreið fyrir utan Húsasmiðjuna á Selfossi. Sjáanlegt tjón var á hægri afturstuðara Ford bifreiðarinnar. Miðað við hæð ákomu eru líkur til að jeppabifreið, eða annari álíka, hafi farið utan í Fordinn.

Þeir sem hugsanlega þekkja til þessara tilvika eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.