Lögreglan lagði ekki í hænuna

Lögreglunni á Selfossi barst í gær tilkynning um lausagöngu fiðurfénaðar í Hveragerði.

Þaðan hringdi húsmóðir og sagði að litfögur landnámshæna var að spranga um í garðinum sínum og vildi að lögreglan skærist í leikinn.

En vegna niðurskurðar þarf lögreglan á Selfossi nú að forgangsraða verkefnum og gat því ekki brugðist við að þessu sinni.

Vísir greindi frá þessu.