Lögreglan hraðamælir á Hvolsvelli

Hvolsvöllur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í dag, þriðjudag, verða lögreglumenn á Hvolsvelli með aukið eftirlit með umferðarhraða á Hlíðarvegi og Austurvegi á Hvolsvelli.

Við báðar þessar götur er nokkur umferð gangandi vegfarenda og fjölmörg gatnamót. Hámarkshraði á þessum götum 50 km/klst.

Lögreglan biður ökumenn um að fara sérstaklega gætilega nú þegar hiti er kominn undir frostmark og hálka hefur myndast á vegum.

Fyrri greinGóðar umræður á fyrsta íbúafundi
Næsta greinJarðskjálftinn á Reykjanesi fannst vel á Suðurlandi