Lögreglan hætt að sekta fyrir nagladekk

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi mun ekki sekta ökumenn fyrir notkun á nagladekkjum héðan í frá.

Samkvæmt reglugerð um búnað ökutækja eru nagladekk bönnuð frá 15. apríl til 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi segir að slydduél og slabb sem sást í hretinu síðustu daga kalli á að skipt sé af sumardekkjum og því muni lögreglan ekki beita sektum fyrir nagladekk meira í haust.

Fyrri greinTíu marka sigur Selfoss
Næsta greinAf hverju á ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokksins?