Lögreglan byrjuð að fylgjast með nagladekkjunum

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi er farin að hafa afskipti af ökumönnum á nagladekkjum.

Lögreglan biður fólk sem enn er með bíla sína á negldum dekkjum að snara sér í skipti og spara sér þannig sektargreiðslurnar sem annars er hætt við að komi.

Sektin fyrir hvert nagladekk er 20 þúsund krónur, þannig að eigandi bíls á fjórum rígnegldum hjólbörðum þarf að greiða 80 þúsund króna sekt.