Lögreglan byrjar að sekta fyrir naglana

Vel með farið nagladekk. Myndin tengist efni fréttarinnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Frá og með 17. maí næstkomandi mega ökumenn á Suðurlandi búast við að vera stöðvaðir af lögreglunni sé bifreið þeirra búin nagladekkjum.

Sekt fyrir að aka á nagladekkjum er 5.000 krónur á hvert nagladekk eða óhæfan hjólbarða samkvæmt reglugerð um sektir og viðurlög vegna umferðarlagabrota. Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan var 15. apríl, en vegna tíðarfarsins hefur lögreglan ekki aðhafst fram að þessu.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi eru ökumenn hvattir til að taka nagladekkin undan og njóta hreina loftsins í sumar.

Fyrri greinSunnlensku liðin töpuðu öll
Næsta greinAníta og Tryggvi efnilegustu unglingarnir