Lögreglan býður upp á blástur

Lögreglan á Hvolsvelli hefur haft eftirlit með umferð við Landeyjahöfn í nótt og í morgun. Fyrsta ferð Herjólfs frá Eyjum kom í Landeyjahöfn um klukkan þrjú í nótt.

Ökumenn hafa fengið að blása hjá lögreglunni og kanna ástandi sitt og hafa margir nýtt sér það. Þrátt fyrir það hafa tveir ökumenn verið teknir grunaðir um ölvun við akstur það sem af er morgni, en þeir voru að koma frá Landeyjahöfn.

Lögreglan segir miður að ökumenn aki af stað undir áhrifum áfengis án þess að hafa fullvissað sig um ástand sitt.

Áfram verður eftirlit með umferð í umdæminu í dag og reynir lögreglan jafnframt að bjóða uppá blástur handa þeim sem það vilja.

Fyrri greinTvær ungar stúlkur létust í slysinu
Næsta greinBeðið eftir varmadælu