Lögreglan æfir með sérsveitinni og sjúkraflutningum

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á því að á morgun, fimmtudaginn 14. mars, má búast við aukinni umferð viðbragðsaðila um Árnessýslu fyrri hluta dags.

Þá fer fram samþjálfun lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Í tilkynningu frá lögreglunni er tekið fram að engin hætta er á ferðum en æfingin er hluti af æfingaáætlun sem er ár hvert hjá lögreglu og er unnin í tengslum við ákveðna viðbragðsaðila.

„Við vonumst til að æfingin valdi sem minnstri truflun en búast má við umferð stórra og lítilla tækja, frá þessum viðbragðseiningum á morgun,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Fyrri greinÁrborg styrkti stöðu sína
Næsta greinViðsnúningur í rekstri Samkaupa