Lögreglan á Hvolsvelli komin á Facebook

Lögreglan á Hvolsvelli hefur opnað Facebooksíðu þar sem settar verða inn tilkynningar og fréttir frá lögreglunni – ekki síst frá almannavörnum héraðsins.

„Við vonumst til þess að þessi síða verði okkur öllum til ánægju og yndisauka. Hér munum við kappkosta eins og við getum að setja inn tilkynningar frá lögreglunni og ekki síst almannavörnum héraðsins sem klárlega á eftir að verða okkur öllum til bóta,“ segir í fyrstu færslu á Facebooksíðuna.

Þeir sem skoða síðuna eru hvattir til að senda lögreglunni ábendingar og taka þátt í umræðum en þeir sem vilja senda upplýsingar varðandi einstök mál ættu að nota netfangið hvolsvollur@logreglan.is

Facebooksíða lögreglunnar á Hvolsvelli

Fyrri greinÓlögmætt útboð kostar ríkið 250 milljónir
Næsta greinAuglýst eftir skólastjóra í Flóaskóla