Lögreglan á Höfn dugleg með radarinn

Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Í liðinni viku kærði lögreglan á Suðurlandi 71 ökumann fyrir að aka of hratt. Lögreglan á Höfn var dugleg með radarinn því þar var 21 ökumaður mældur á of miklum hraða.

Af hinum 50 ökumönnunum voru 25 á ferðinni í Árnessýslu, 17 í Rangárvallasýslu og átta í V-Skaftafellssýslu.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að níu mál séu bókuð þar sem ekið hafði verið á sauðfé. Lögreglan segir að vandamál hafi verið með lausagöngu búfjár við Suðurlandsveg og neðst á Landvegi í Ásahreppi og Rangárþingi ytra. Flestar ákeyrslurnar eru annarsvegar þar og hinsvegar í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Fyrri greinKlúðruðu spyrnu á planinu við Þingborg
Næsta greinReddingakaffi kynnt á bókasafninu