Lögregla kölluð til vegna slagsmála

Fjölbrautaskóli Suðurlands. sunnlenska.is/Jóhanna Petersen

Lögreglunni á Suðurlandi barst í morgun tilkynning um slagsmál í Fjölbrautaskóla Suðurlands og um nemanda sem var með hníf í fórum sínum.

Vísir greinir frá þessu og hefur eftir Þorsteini M. Kristinssyni, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi, að um slagsmál hafi verið að ræða. Þá hafi lögregla fengið veður af því að nemandi hafi borið hníf en honum hafi ekki verið beitt í slagsmálunum.

Slagsmálin voru yfirstaðin þegar lögreglu bar að garði en málið er í rannsókn.

Frétt Vísis

Fyrri grein„Minni kvenna“ í galleríinu Undir stiganum
Næsta greinFyrstu eldistankarnir teknir í notkun hjá First Water