Lögregla fjarlægði ölvaðan mann

Lögreglan á Selfossi þurfti að fjarlægja ofurölvi mann af heimili á Eyrarbakka um eittleytið í nótt en maðurinn var gestkomandi í húsinu.

Gesturinn var heimilisfólkinu til nokkurs ama en hann var farinn að láta dólgslega og hafði húsráðandi reynt ýmsar leiðir til að koma manninum út án árangurs.

Því var kallað á aðstoð lögreglu og þegar hún mætti á vettvang gat maðurinn vart gert grein fyrir sjálfum sér sökum ölvunar og því varð úr að hann fékk gistingu í fangageymslum lögreglunnar.

Fyrri greinEinn milljarður í almenningssamgöngur
Næsta greinFramleiða glugga og hurðir á lager