Lögnin lak við Gagnheiði

Leki úr kaldavatnslögn við Gagnheiði á Selfossi var hluti af ástæðu þess að þrýstingur á köldu vatni í Árborg var svo lítill í síðustu viku.

Búið er að gera við lekann sem talinn er hafa verið á bilinu 5-10 sekúndulítrar.

Guðmundur Elíasson, framkvæmdastjóri framkvæmda- og veitusviðs Árborgar, sagði í samtali við sunnlenska.is að ekki væri ljóst hvort um jarðskjálftatjón væri að ræða en matsmaður var kallaður til.

Íbúar í Árborg eru áfram hvattir til að fara sparlega með kalda vatnið þar sem þurrt hefur verið í veðri síðustu vikur.

Fyrri grein„Miklu betra en við þorðum að vona“
Næsta greinGuðbjartur ráðinn skólastjóri