Löggur sungu fyrir lögguna

Róbert og Sæþór sungu fyrir Brynju og fengu að sjálfsögðu nammi að launum. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Það hefur verið líf og fjör á götum Selfossbæjar í dag þar sem krakkar í allskonar grímubúningum hafa farið á milli fyrirtækja til þess að syngja fyrir nammi.

Þegar sunnlenska.is leit við á lögreglustöðinni voru einmitt staddar þær tveir ungir og efnilegir lögreglumenn, þeir Róbert Elí og Sæþór Már, sem Brynja aðalvarðstjóri tók vel á móti.

Klukkan 15:15 í dag verður svo öskudagsball í félagsmiðstöðinni á Selfossi og þar má búast við miklu fjöri.

Fyrri greinSparibollinn afhentur í fyrsta sinn
Næsta greinÞrír kærðir fyrir að aka ljóslausir