Löggan sinnir eftirliti hjólandi

„Við viljum láta samfélagsmálin til okkar taka og því var ákveðið að gefa lögreglunni tvö Trek reiðhjól, sem þeir geta notað við sín störf.

Hjólin eru af fullkomnustu gerð og á góðum nagladekkjum fyrir veturinn“, segir Guðmundur Þór Guðjónsson, fjármálastjóri JötunVéla en fyrirtækið afhenti lögreglunni glæný reiðhjól til eignar í hádeginu á þriðjudaginn.

„Við erum fullir þakklætis og vitum að hjólin eiga eftir að koma sér vel hvort sem er á nóttu eða degi. Við höfum verið að nota okkar eigin hjól í eftirliti en nú þurfum við ekki lengur á þeim að halda, hjólin frá Jötun Vélum verða notuð,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinLíkur á gasmengun sunnanlands
Næsta greinViðbúnaður vegna mögulegrar loftmengunar