Löggan rann á lyktina

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglumenn sem fóru til birtingar skjala á heimili í Rangárþingi í síðustu viku fundu megna kannabislykt sem tók á móti þeim þegar útidyr bæjarins voru opnaðar.

Í ljós kom að heimilisfólk var þar að rækta kannabisplöntur í sérstöku rými sem hafði verið útbúið til slíks.

Lögreglan lagði hald á búnað og plöntur og húsráðendur voru fluttir til yfirheyrslu á lögreglustöðina á Selfossi. Þeim var síðan sleppt að lokinni skýrslutöku.

Fyrri greinÁlagningarprósentan verður lækkuð í Árborg
Næsta greinÖlvaður á fjórum negldum dekkjum