Lögðu hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og peningum á Selfossi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þann 30. maí síðastliðinn var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn á Selfossi vegna gruns um dreifingu fíkniefna.

Við leit í bíl hans og á heimili mannsins fannst umtalsvert magn af fíkniefnum auk fjármuna sem haldlagðir voru vegna gruns um að þar væri um að ræða hagnað af dreifingu.

Maðurinn var frjáls ferða sinna að yfirheyrslu lokinni en málið áfram til rannsóknar.

Fyrri greinMikið að gera hjá slökkviliðinu síðustu daga
Næsta greinMenningardagskrá í Bókakaffinu