Lögðu hald á kannabisplöntur og umtalsvert magn af reiðufé

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi gerði húsleit í íbúðarhúsi í Hveragerði í síðustu viku og var húsráðandi handtekinn, grunaður um ræktun kannabis í húsinu og í skúr þar við.

Lögreglan lagði hald á nokkurn fjölda kannabisplantna og eins umtalsvert magn af reiðufé í ýmsum gjaldmiðlum.

Við rannsókn málsins hafa vaknað grunsemdir hjá lögreglunni um að það tengist peningaþvætti sem tengt er framleiðslu og sölu fíkniefna.

Fyrri greinSöngur og sagnir á Suðurlandi
Næsta greinNýtt hjúkrunarheimili rís í Hveragerði