Lögðu hald á 20 kannabisplöntur

Lögreglan á Selfossi lagði hald á tuttugu kannabisplöntur við húsleit á sveitabæ í Árnessýslu fyrr í dag. Tveir voru handteknir.

Annar mannanna gekkst við því að eiga plönturnar og telst málið upplýst.

Þá voru fjórir teknir fyrir of hraðan akstur í Árnessýslu í dag. Sá sem hraðast ók var á 132 km/klst hraða á Hellisheiði þar sem leyfilegt er að aka á 90 km/klst.