Lögðu áherslu á að bjarga næstu húsum

Eldurinn og hitinn úr skemmunni í SET lagðist yfir næstu byggingu verksmiðjunnar sem geymir fljótandi gas og verðmætar vélasamstæður.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang var lögð mikil áhersla á það í fyrstu að bjarga næsta húsi, sem liggur alveg upp við skemmuna.

Starfsmenn SET lögðust á eitt með slökkviliðinu og unnu hörðum höndum að slökkvistarfinu. Allt tiltækt slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út vegna eldsvoðans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur einnig sent tvo bíla til að aðstoðar á Selfoss. Dælubíl með fjórum mönnum og tankbíl með tveimur mönnum.