Lög­reglumaður ákærður eft­ir bíl­veltu

Lögreglustöðin á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lög­reglumaður hjá embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi hef­ur verið ákærður fyr­ir lík­ams­meiðing­ar af gá­leysi og brot í op­in­beru starfi með því að hafa í maí í fyrra ekki gætt lög­mætra aðferða við eft­ir­för.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Ók lög­reglumaður­inn þríveg­is á aft­ur­horn bif­reiðar, sem veitt var eft­ir­för á Þjórsár­dals­vegi, með þeim af­leiðing­um að ökumaður þeirr­ar bif­reiðar missti stjórn á bif­reiðinni á um 95 km/​klst. hraða. Fór bif­reiðin út af veg­in­um og valt þar tvær velt­ur og endaði á rétt­um kili.

Í ákæru embætt­is héraðssak­sókn­ara kem­ur fram að maður­inn sem veitt var eft­ir­för hafi hlotið brot á hálslið og 10 senti­metra langt sár á hnakka sem var opið inn að höfuðkúpu.

Frétt mbl.is

Fyrri greinJarðskjálfti norðan við Laufafell
Næsta greinTómas og Guðjón í framboði