Umhverfisnefnd sveitarfélagsins tók málið fyrir á fundi sínum í júní og fól mannvirkja- og umhverfissviði að finna þeim hentuga staðsetningu. Nú hafa mælarnir verið settir upp og er hægt að fylgjast með mælingum í nær-rauntíma en upplýsingar frá mælunum uppfærast á tíu mínútna fresti.
Annar mælir brennisteinsdíoxíð (SO2) og brennisteinsvetni (H2S). SO2 kemur m.a. upp í eldgosum en H2S er t.d. helsta mengunaefnið sem kemur frá jarðhitavirkjunum. Þannig að þessi mælir mun koma til með að gefa upplýsingar um styrk H2S á Selfossi sem berst frá Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum.
Hinn mælirinn er svifryksmælir sem mælir svifryk í þremur mismunandi stærðarflokkum, PM10, PM2,5 og PM1. Svifryk getur átt margskonar uppruna, gosmóðan margumrædda er t.d. fínt svifryk en einnig kemur svifryk frá umferð og jarðvegsfoki.