Löng bið eftir húsnæði á Selfossi

Alls eru 72 á biðlista eftir að fá húsnæði í Grænumörk á Selfossi, þar sem er að finna íbúðir aldraðra.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttur, félagsmálastjóra Árborgar, eru 39 einstaklingar á biðlistanum og afgangurinn eru hjón, eða alls 72 umsækjendur.

„Tvær íbúðir eru að losna og því fækkar um tvo á biðlista,“ sagði Guðlaug Jóna í samtali við Sunnlenska.

Fyrri greinMílan með tvö lið – Örn og Basti stýra
Næsta greinVefurinn Verndumthjorsa.is opnaður