Lögreglustjórinn á Hvolsvelli stýrir umferðarnefnd

Innan lögreglunnar á Hvolsvelli hefur verið sett á laggirnar umferðarnefnd að frumkvæði Kjartans Þorkelssonar, lögreglustjóra, og stýrir hann nefndinni.

Nefndin hefur það markmið að fara yfir umferðarskipulag í þéttbýli og dreifbýli og samræma reglur, hraðatakmarkanir o.fl. og yfirmarkmiðið er að auka umferðaröryggi í umdæminu í góðri samvinnu við íbúa og alla þá hagsmunaaðila sem að málinu koma.