Löggan í sýsluskrifstofuna

Þessa dagana er verið að skipta afgreiðslusalnum á sýslumannskrifstofunni á Selfossi milli lögreglu og sýslumanns. Með þessu er verið að auka pláss undir starfsemi lögreglunnar á Selfossi.

Framkvæmdir taka um einn og hálfan mánuð.

„Nokkuð rask verður á starfsemi skrifstofunnar á Selfossi en þó ættu viðskiptavinir ekki að finna fyrir því að öðru leyti en því að talsverð þrengsli munu verða þar sem við þurfum að tæma afgreiðslusalinn og þjappa starfseminni í gamla húsið. Við munum a.m.k. reyna að halda uppi ásættanlegri þjónustu,“ segir Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður.