Lóðirnar í Dranghólum seldar

Bæjarráð Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum kauptilboð Eðalbygginga ehf í tvær einbýlishúsalóðir við Dranghóla á Selfossi.

Eins og sunnlenska.is hefur áður greint frá hafði bæjarráð hafnað tólf milljón króna tilboði Eðalbygginga í lóðirnar. Eðalbyggingar hækkuðu tilboðið um eina milljón króna og samþykkti bæjarráð það tilboð.

Um er að ræða lóðir við Dranghóla 10 og Dranghóla 15 en búið er að steypa sökkla á báðum lóðunum.

Eðalbyggingar greiða sveitarfélaginu tvær milljónir króna með peningum við undirritun kaupsamnings og eftirstöðvarnar, ellefu milljónir króna verða greiddar með peningum að tólf mánuðum liðnum.