Ljósleiðari lagður í Hveragerði

Mynd úr safni. Ljósmynd/hveragerdi.is

Nú er unnið hörðum höndum að því að leggja ljósleiðara í þau hús sem þess óska í þéttbýli Hveragerðis. Ljósleiðarinn verður lagður í allar götur og því er möguleikinn á tengingum nú til staðar.

Lagning ljósleiðarans er bæjarfélaginu og íbúum að kostnaðarlausu en framkvæmdin var hluti af samkomulagi sem gert var við Orkuveitu Reykjavíkur þegar fyrirtækið eignaðist Hitaveitu Hveragerðis.

Gagnaveita Reykjavíkur sér um að tengja og veita aðgang að Ljósleiðaranum en þjónustuaðilar veita þjónustu sína um hann sem tryggir virka samkeppni og fjölbreytt úrval þjónustu, að því er segir á heimasíðu Hveragerðis.

Fyrri greinVerðskuldaður sigur að Hlíðarenda
Næsta greinBryggjuhátíðin um næstu helgi