Ljósleiðari Gagnaveitunnar í sundur

Ljósleiðarastrengur í eigu Gagnaveitu Reykjavíkur er slitinn við Hveragerði. Þetta hefur áhrif á internet, síma, sjónvarp og farsímaþjónustu í Hveragerði, á Hellu og Hvolsvelli.

Viðgerðarmenn eru komnir á staðinn og vinna að úrlausn en gera má ráð fyrir að íbúar á þessum svæðum verði fyrir truflunum næstu klukkustundirnar.

Uppfært kl. 16:26: Samkvæmt tilkynningu frá Vodafone er net- og sjónvarpslaust hjá viðskiptavinum fyrirtækisins á Suðurlandi vegna slitsins. Áætlað er að viðgerðinni ljúki um kl. 19 í kvöld.