Ljósaathöfnum frestað í Hveragerði og Þorlákshöfn

Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta því að kveikja á ljósum bæjarjólatrjánna í Hveragerði og Þorlákshöfn en á Eyrarbakka var athöfninni flýtt um einn dag.

Hvergerðingar fresta því um viku að kveikja ljósin á bæjarjólatrénu, eða til sunnudagsins 7. desember kl. 17. Verður skemmtunin með sama sniði og áður hafði verið ákveðið.

Ákveðið hefur verið að fresta dagskrá sem vera átti á ráðhústorginu í Þorlákshöfn kl. 18 á sunnudag, fram til mánudagsins 1. desember vegna veðurs.

Spáin setur líka strik í reikninginn hjá Eyrbekkingum en þar verður kveikt á jólatrénu í dag, laugardag kl. 18, en til stóð að gera það á morgun, sunnudag.

UPPFÆRT KL. 17:22

Fyrri greinSömu lokanir næsta sumar
Næsta greinAnnar sigur Hamars