Litlisjór lifnar við

Í fjórðu veiðivikunni í Veiðivötnum veiddust 1.682 fiskar, 870 urriðar og 812 bleikjur. Urriðinn er að vakna til lífsins og í þessari viku veiddust fleiri urriðar en bleikjur.

Mestu munar um góða veiði í Litlasjó en þar fengust 510 fiskar, mikið af þeim 5 punda, spikfeitir urriðar. Í Litlasjó eru nú 1.215 fiskar komnir á land. Einnig veiddist vel í Hraunvötnum en þar er sömuleiðis eingöngu urriði. Í bleikjuvötnunum veiddist best í Langavatni, 328 fiskar og í Nýjavatni, 204 fiskar.

Alls hafa 7.850 fiskar komið á land í vötnunum það sem af er sumri.

Fyrri greinVegbætur í Rangárþingi
Næsta greinFrábær árangur hjá Fannari