Litlar breytingar á milli daga

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Alls greindust 87 kórónuveirusmit á Íslandi í gær, þar af þrjú á Suðurlandi.

Heildartölurnar á Suðurlandi eru svipaðar og síðustu daga, nú eru 40 í einangrun en voru 41 í gær og alls eru 703 í sóttkví, en voru 700 í gær. Fjöldatölur á Suðurlandi má skoða á heimasíðu HSU.

Langflestir eru í sóttkví á Selfossi, alls 572, og er stærstur hluti þess hóps nemendur og starfsmenn Sunnulækjarskóla. Sá hópur mun fara í skimun á morgun og þeir sem fá neikvæða niðurstöðu eru lausir úr sóttkví.

Fyrri greinAðalfundi Veiðifélags Árnesinga frestað
Næsta greinSjúkrahúsið á Selfossi stækkað á næstu fjórum árum