Lítill sem enginn launamunur hjá Árborg

Ráðhús Árborgar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Sveitarfélagið Árborg fór í gegnum vottun Jafnréttisstofu án athugasemda í október og fékk endurnýjun á jafnlaunavottun.

Sveitarfélagið stóðst fyrst jafnlaunavottun árið 2019 en jafnlaunakerfi sveitarfélagsins er tekið út árlega af iCert á Íslandi. Launamunur kynjanna er 0,7% konum í óhag sem er óverulegur munur.

Hjá sveitarfélaginu starfa um 1200 starfsmenn á 38 vinnustöðum. Í tilkynningu frá Árborg segir að sveitarfélagið vinni stöðugt að því að öll kyn fái sömu laun fyrir sambærileg störf og að launamunur kynjanna sé ekki til staðar.

Fyrri greinSASS leiðir stafræna þróun með Úrgangstorgi
Næsta greinUpprættu kannabisframleiðslu í Þorlákshöfn