Lítil von um hjúkrunarheimili

Ekki er gert ráð fyrir að hjúkrunarheimili verði reist á Selfossi fyrr en í fyrsta lagi árið 2014. Fjörutíu manns eru á biðlista eftir plássi í Árborg.

Bæjarfulltrúar í Árborg funduðu með Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, í vikunni. Sagði ráðherra að framkvæmdir á vegum ríkisins í þeim efnum væru í samræmi við áætlanir um þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma, sem gerðar voru árið 2009.

Að sögn Eyþórs Arnalds, formanns bæjarráðs Árborgar, eru 40 manns á biðlista eftir plássi á hjúkrunarheimili í Árborg og óskiljanlegt að ekki sé horft til þess þegar ákvörðun um byggingu nýrra hjúkrunarheimila á landinu er tekin.

Ráðherra var mættur til fundar við bæjaryfirvöld á Selfossi eftir að bæjarráð óskaði eftir fundi með honum fyrr í haust.

„Uppúr stendur að spurningunni um hversvegna ráðist verður í framkvæmdir í öðrum sveitarfélögum var ekki svarað á þessum fundi,“ segir Eyþór