Lítil veiði í Litlasjó en önnur vötn byrja vel

Í fyrstu viku komu 3.075 fiskar á land í Veiðivötnum. Þarf að fara níu ár aftur í tímann til að finna minni í fyrstu viku veiðitímans.

Samanborið við undanfarin ár munar mestu um litla veiði í Litlasjó, þar komu aðeins 264 fiskar á land, en í fyrra voru þeir 1621 í fyrstu viku.

Veiði í öðrum vötnum var aftur á móti góð og víðast betri en á síðasta ári. Flestir fiskar, 569, veiddust í Stóra Fossvatni. Þar er aðeins leyfð veiði á flugu. Þetta er besta veiði í Stóra Fossvatni á þessum árstíma í áratugi, og lofar góðu fyrir sumarið.

Litlisjór er enn kaldur og binda menn vonir við að veiði glæðist þar með hlýnandi veðri.

Fyrri greinVilltust í þoku á Fimmvörðuhálsi
Næsta greinÞrumur og haglél á Selfossi