Lítil sem enginn netaveiði í Ölfusá

„Veiðin hefur verið léleg í sumar og sú versta sem ég og pabbi munum eftir, við höfum aldrei veitt jafn lítið í netin“, segir Atli Gunnarsson á Selfossi VII aðspurður um aflabrögð í netaveiði sumarsins.

Selfossbændur eiga veiðirétt í net við í Ölfusá við Ölfusárbrú en Gunnar Gunnarsson á Fossi er faðir Atla.

Vitjað er um netin fjórum sinnum á dag. Tíu daga frí verður í netaveiðinni í ágúst og síðan heldur hún áfram eitthvað fram í september.

Fyrri greinReykur og drulla á Delludegi
Næsta greinLægri þrýstingur á heita vatninu