Lítið hlaup í Skaftá

Hlaup í Skaftá. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Páll Jökull Pétursson

Lítið hlaup er í gangi í Skaftá. Rennsli hefur aukist lítillega en rafleiðni hefur hækkað jafnt og þétt síðan fyrir helgi og er nú um 290 míkróS/cm.

Hlaupið kemur úr Vestari-Skaftárkatli en síðast hljóp úr katlinum í ágúst 2018 og er því ekki búist við að um stórt hlaup verði að ræða.

Fólki er bent á að staldra ekki lengi við nálægt upptökum árinnar vegna hugsanlegrar gasmengunnar. Fylgst verður með gangi mála á Veðurstofunni.

Fyrri greinBókasafnið áfram lokað
Næsta greinÞingvallavegur formlega opnaður