Lítið hlaup í Múlakvísl

Hlaup í Múlakvísl. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Sigurður Hjállmarsson

Lítið hlaup er í gangi í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Vatnshæð hækkaði lítillega fyrir hádegi en er heldur á niðurleið aftur.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi sérfræðingi á Veðurstofunni er um að ræða jarðhitaleka en hlaup af þessari stærð verða af og til í ánni.

Áfram verður fylgst með gangi mála á Veðurstofunni.

Fyrri grein„Þessi umgengni við náttúruna er óásættanleg með öllu“
Næsta greinÓvenju góð þátttaka í yngstu flokkunum