Lítið um hrafna í Ingólfsfjalli

Litið sem ekkert virðist um að hrafnar geri sér hreiður í Ingólfsfjalli þetta vorið að sögn Arnar Óskarssonar líffræðings á Selfossi.

Segir hann þetta harla óvenjulegt þótt þetta hafi komið fyrir áður. „Þetta gerðist svo sem árið 2008 þegar skjálftinn varð,“ segir Örn, sem vill þó ekki fullyrða um tengsl þar á milli.

En Örn segir að meira sé nú um að hrafnar geri sér hreiður í trjám, og einkanlega vekji athygli þegar hrafninn geri sér nú hreiður í öspum.

„Það hefur ekki verið mikið um það, fleiri tilvik eru þekkt þar sem hann gerir sér hreiður í grenitrjám,“ segir Örn sem sjálfur fylgist mikið með hegðun hrafnins og annarra fugla.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.

Fyrri greinStefnt á 1.000 tonna framleiðslu
Næsta greinEkki fyrirboði um jarðskjálfta