Lítið malbikað á Suðurlandi

Vegagerðin ætlar að leggja 6,9 kílómetra af bundnu slitlagi á vegi á Suðurlandi í sumar.

Einu nýframkvæmdirnar sem Vegagerðin áætlar að ráðast í sunnanlands er að binda slitlag á þremur stuttum vegarköflum. Bundið slitlag verður lagt á Dyrhólaveg í Mýrdal, 4,3 km og á Blesastaðaveg og Skeiðháholtsveg á Skeiðum, alls 2,6 kílómetrar.

Fjárveitingar til nýrra verka hjá Vegagerðinni árið 2011 nema 3,1 milljarði króna samtals um allt land.

Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskassanum kostar kílómeterinn af bundnu slitlagi 2,5 milljónir króna og því má reikna út að 0,5% af framkvæmdafé Vegagerðarinnar fari til nýframkvæmda á Suðurlandi í ár.

Áfram verður unnið að verkum sem þegar eru hafin og verður 2,9 milljörðum til viðbótar varið í þau, m.a. Suðurstrandaveg frá Krýsuvík að Ísólfsskála og Suðurlandsveg um Sandskeið.

Frétt Vegagerðarinnar með vísunum í kynningu á útboðsþingi

Fyrri greinDópaður undir stýri
Næsta greinJónas og Ritvélarnar á Stokkseyri