Lítið hlaup í rénun

Hlaupið í Skaftá náði hámarki í nótt við Sveinstind en ef marka má rennslismæla komst rennslið þar í 295 rúmmetra á sekúndu um kl. 3 í nótt og síðan fór að draga úr því.

Rennslið er nú rúmlega 287 rúmmetrar á sekúndu. Um er að ræða lítið hlaup en í mestu hlaupum á undanförnum árum hefur rennslið við Sveinstind komist í um 1500 rúmmetra á sekúndu.

„Ég held að þetta sé komið í hámark. Þetta er lítið hlaup,“ segir Sigurður Pétursson, bóndi á bænum Búlandi í Skaftártungu, í samtali við mbl.is. Hann segir að hlaupið hafi ekki valdið neinum meiriháttar vandræðum.

Fyrri greinBændur græða land
Næsta greinTöluvert tjón á íbúð í Hveragerði