Lítið hlaup í Markarfljóti

Markarfljót. Ljósmynd / Mats Wibe Lund

Síðan kl. 18:00 í fyrrakvöld, 22. júlí, hefur vatnshæð í Markarfljóti við Einhyrningsflatir aukist um 1,5 metra.

Þessi snögga vatnshæðaraukning passar ekki við veðurfarsmælingar á svæðinu þannig að Veðurstofan telur sennilegt að lítið jökulhlaup sé í gangi frá Entujökli.

Smáhlaup úr Entujökli með mikilli lykt eru þekkt í Fremri Emstruá. Þó hlaupin séu ekki stór þá geta þau skemmt göngubrú sem er yfir ána.

Fyrri greinHálf milljón safnaðist í kótelettusölu
Næsta greinAndri og Fannar í topp tíu