Lítið í spilunum varðandi atvinnu-uppbyggingu

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags á Suðurlandi, hefur lýst yfir vonbrigðum með hversu lítið miðar í atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi.

Þetta kemur fram í ályktun sem stjórnin sendi frá sér eftir fund sem var boðaður af stéttarfélögum á Suðurlandi og var haldin á Hótel Selfossi á dögunum.

Í ályktuninni spyr stjórn Bárunnar af hverju sveitarstjórnarmenn hafi ekki séð sér fært að mæta á fundinn, en þeir voru boðaðir á hann ásamt atvinnurekendum og launafólki. Í ályktun segir orðrétt: „Ástandið er grafalvarlegt og sveitarstjórnarmenn sjá sér ekki fært að mæta á jafn mikilvægan fund. Við spyrjum hvar voru sveitarstjórnarmenn?“

Fyrri greinÞyrlulending við Pétursey
Næsta greinHundar fá útivistarsvæði á Selfossi