Litháarnir í farbanni

Búið er að leysa fjóra Litháa úr gæsluvarðhaldi sem þeir voru dæmdir í eftir að þeir fundust með mikið magn af kókaíni í sumarbústað í Árnessýslu á dögunum.

Mennirnir verða hins vegar í farbanni á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi fer með rannsókn málsins.